Voxis á heimsþingi kvenleiðtoga

Voxis á heimsþingi kvenleiðtoga

15.12.2017

Dagana 28. – 30. nóvember var haldið hér á landi heimsþing leiðtogakvenna í stjórnmálum. (Women Political Leaders Global Forum WPL). Það voru í kringum 400 kvenleiðtogar frá samtals 100 löndum sem sóttu þingið. Heimsþingið var stórkostlega vel lukkað og má með sanni segja að upplifun og gleði fundargesta með viðtökurnar á Íslandi hafi verið mikil. Þingið var frábær landkynning í alla staði og það var með mikilli ánægju sem SagaMedica lagði sitt af mörkum og bauð öllum fundargestum upp á íslensku Voxis hálstöflurnar. Þær hafa eflaust komið að góðum notum þar sem það getur reynt mikið á röddina hjá stjórnmálaleiðtogum og þá er nú gott að eiga Voxis.