Umfjöllun um SagaPro í Svíþjóð

Umfjöllun um SagaPro í Svíþjóð

29.07.2015

"Á Íslandi vex einstök, villt jurt sem upp á latínu nefnist Angelica Archangelica. Í Svíþjóð köllum við hana íslenska hvönn. Hún vex villt um alla eyna en einnig er hún ræktuð í læknisfræðilegum tilgangi. Að ræktuninni, sem er lífræn, stendur fólk sem kynslóð fram af kynslóð hefur nýtt læknisfræðilega eiginleika jurtarinnar. Hvönn hefur lengi verið notuð við alþýðulækningar, bæði við astma og gigt, en einnig hefur færst í vöxt að nota hana við þvagþörf sem orsakast af ofvirkri blöðru eða stækkuðum blöðruhálskirtli. "
- hluti úr umfjöllun um SagaPro, sem ber nafnið Urilock í Svíþjóð, og birtist í sænska heilsublaðinu Kurera á vormánuðum. Greinina í heild sinni má lesa hér.