Um SagaMedica

Um SagaMedica

SagaMedica er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði, stofnað árið 2000. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknarstarfi sem Dr. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hóf árið 1992. Tveimur árum síðar fékk Sigmundur annan lífefnafræðing, Steinþór Sigurðsson, til liðs við sig en þeir hafa unnið ötullega að rannsóknum á íslenskum lækningajurtum. Með rannsóknunum hefur tekist að sýna fram á vísindalegar ástæður fyrir vinsældum vissra jurtategunda í gegnum aldirnar. Bændasamtökin lögðu fé í fyrirtækið í upphafi og auk Bændasamtakanna, Sigmundar og Steinþórs var Þráinn Þorvaldsson og fleiri stofnendur.
 
Við erum stolt af því að geta þróað hágæðavörur úr íslenskri náttúru. Þær jurtir sem við höfum rannsakað og unnið með hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð.
 
Hreinleiki og jákvæð ímynd íslenskrar náttúru skiptir miklu máli fyrir SagaMedica, því sérstaða hráefnis okkar er einstök í alþjóðlegu samhengi.
 
Vörur okkar innihalda efni með heilsufarslega þýðingu og hafa sannað sig um árabil hjá neytendum.