SagaPro í nýjum umbúðum

SagaPro í nýjum umbúðum

04.08.2016

Við kynnum SagaPro í nýjum umbúðum. Þessar umbúðabreytingar á SagaPro eru hluti af nýrri samræmdri heildarhönnun á vörulínu SagaMedica.
Á næstu dögum verður SagaPro afgreitt í nýjum umbúðum. Þessar umbúðabreytingar á SagaPro eru hluti af nýrri samræmdri heildarhönnun á vörulínu SagaMedica. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að innihald taflnanna er óbreytt, eingöngu er um að ræða breytingar á umbúðum.

Nú eru að verða 12 ár frá því að ein vinsælasta náttúruvara landsins, SagaPro, kom fyrst á markað. Á þessum árum hefur SagaPro bætt lífsgæði fjölmargra Íslendinga og stöðugt fleiri bætast nú í hóp SagaPro notenda.