SagaNatura fær lífræna vottun fyrir hvönnina frá Tún

SagaNatura fær lífræna vottun fyrir hvönnina frá Tún

15.01.2019

Vottunarstofan Tún hefur tekið út starfsemi SagaNatura ehf. hér í Hafnarfirði í fyrsta sinn og hefur starfsemin fengið vottun um lífræna framleiðslu á hvönn. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að merkja vörur SagaMedica sem lífrænar í nánustu framtíð. Hvönnin sjálf er tekin frá Hrísey, en eyjan er einnig með lífræna vottun og því lá það beint við að framlengja ferilinn alla leið svo neytendur geta verið fullvissir um að vörur SagaMedica séu gerðar eftir ýtrustu kröfum.

Gunnur Sveinsdóttir, gæðastjóri SagaNatura ehf. sagði, "Við erum stolt að ná þessum áfanga en þetta mun styrkja fyrirtækið og það góða starf sem núþegar er verið að gera bæði hér innanlands sem og á erlendum mörkuðum."