Ritrýndar rannsóknir

Ritrýndar rannsóknir

 

Eftirfarandi rannsóknir hafa verið framkvæmdar af SagaMedica og birtar í ritrýndum tímaritum um lífefnafræði og náttúrufræði.

 

Rannsóknir á virkni jurta á krabbameinsfrumur og vöxt krabbameinsæxla

 
1. Rannsóknir á ilmolíum íslenskra ætihvannarfræja og vallhumals. Í báðum tilfellum reynist um mikinn breytileika að ræða. Niðurstöður viðvíkjandi ætihvannarfræjum hafa verið kynntar (ásamt niðurstöðum um virkni þeirra á krabbameinsfrumur) í: Sigurdsson S, Ogmundsdottir HM, and Gudbjarnason S (2005) The cytotoxic effect of two chemotypes of essential oils from the fruits of Angelica archangelica L. Anticancer Res 25(3B): 1877-80
 
2. Rannsóknir á virkni tinktúru (extrakt með 45% etanóli) af ætihvannarfræjum á krabbameinsfrumur, svo og virkni fúranókúmarínanna xanthotoxin og imperatorins. Niðurstöður voru að tinktúran var talsvert virk. Einnig var talsverð virkni af imperatorin og xanthotoxin (helmingsvirkni 2,7 og 3,7 µg/ml). Samanburður gaf til kynna að virkni tinktúrunnar mætti alfarið rekja til fúranókúmarína. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar í: Sigurdsson S, Ogmundsdottir HM, and Gudbjarnason S (2004) Antiproliferative effect of Angelica archangelica fruits. Z Naturforsch 59c(7-8):523-7
 
3. Rannsóknir á áhrifum ilmolía á vöxt krabbameinsfruma. Talsverð virkni fannst af ilmolíum ætihvannar á krabbameinslínurnar sem skoðaðar voru. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar (ásamt niðurstöðum um efnafræðilega gerð ilmolíanna, sjá ofar) í: Sigurdsson S, Ogmundsdottir HM, and Gudbjarnason S (2005) The cytotoxic effect of two chemotypes of essential oils from the fruits of Angelica archangelica L. Anticancer Res 25(3B): 1877-80
 
4. Rannsóknir á áhrifum seyðis af ætihvannarlaufi á krabbameinsæxli í músum. Vatnsseyði ætihvannarlaufs höfðu æxlishemjandi virkni á mýs sem sýktar voru með Crl-krabbameinsfrumum undir húð. Æxli myndaðist hjá öllum músunum í viðmiðunarhópnum, en 9 af 11 músum sem fengu seyðið sluppu við æxlisvöxt, eða fengu æxli sem var minna en minnsta æxlið í viðmiðunarhópnum. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar í: Sigurdsson S, Ogmundsdottir HM, Hallgrimsson J, and Gudbjarnason S (2005) Antitumour activity of Angelica archangelica leaf extract. In Vivo 19(1):191-4
 

Rannsókn á áhrifum hvannar og blágresis á virkni asetýlkólínesterasa

 
5. Rannsóknir á virkni jurta á ensímið asetýlkólínesterasa. Allnokkur virkni fannst af ætihvannarfræjum og blágresi. Jurtirnar voru samvirkar, þannig að blanda þeirra var virkari en hvor þáttur um sig. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar í: Sigurdsson S and Gudbjarnason S (2007) Inhibition of acetylcholinesterase by extracts and constituents from Angelica archangelica and Geranium sylvaticum. Z Naturforsch 62c: 689-693
 
6. Grein um rannsókn á áhrifum SagaMemo á minni músa var tekin til birtingar í tímaritinu „Biochemical and Biophysical Research Communications“.