Ingibjörg Ásta nýr sölu- og markaðsstjóri SagaMedica

Ingibjörg Ásta nýr sölu- og markaðsstjóri SagaMedica

03.12.2015

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir hefur verið ráðin sölu- og markaðsstjóri SagaMedica. Ingibjörg hefur þegar hafið störf og mun

hafa yfirumsjón með sölu- og markaðsmálum félagsins á innlendum og erlendum mörkuðum. Ingibjörg Ásta hefur margra ára reynslu í sölu- og markaðsmálum og

hefur m.a. gegnt stöðu markaðsstjóra hjá Into the Glacier, markaðsstjóra Pennans /Eymundsson og forstöðumanns markaðssviðs Sparisjóðsins 2004-2009. Ingibjörg

Ásta lauk MBA námi úr Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr sama skóla 2002.