Hin 101 árs gamla Doreece í Bretlandi elskar að fá Voxis sendingar!

Hin 101 árs gamla Doreece í Bretlandi elskar að fá Voxis sendingar!

04.10.2016

Það er ávallt gleðilegt að heyra frá viðskiptavinum og á dögunum barst okkur skemmtilegur tölvupóstur og mynd af ánægðum Voxis kaupanda. Það var hún Jane sem skrifaði tölvupóstinn fyrir hönd móður sinnar, Doreece Walker frá  Cardiff í Bretlandi sem fagnaði 101 árs afmæli sínu síðastliðinn september. Hún er alltaf himinlifandi þegar hún fær Voxis sendingar og eru hálstöflurnar í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún segist hreinlega elska Voxis töflurnar eða orðrétt frá henni :"I love my Voxis Lozenges, they do me the world of good"

Voxis hálstöflur eru unnar úr laufum íslenskrar ætihvannar og njóta geysimikilla vinsælda.  Voxis gagnast mjög vel við særindum í hálsi og munni.
Töflurnar eru mjög bragðgóðar og mýkja einnig vel röddina. Voxis inniheldur svokallaða flavónóíða, en rannsóknir sýna að slík efni geta unnið gegn veirum.