Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura í samstarf.

Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura í samstarf.

21.09.2017

Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura hafa hafið formlegt samstarf sín á milli. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu náttúruvara úr íslenskum hráefnum til heilsubótar.  Ávinningur samstarfsins mun felast í samnýtingu á þverfaglegri þekkingu á sviði rannsókna, framleiðslu og sóknarfærum á innlendum og erlenda markaði. Markmiðið er jafnframt að ýta enn frekar undir nýsköpun með samþættum vinnuferlum og nútímalegri framleiðslutækni. Aukin meðbyr og tækifæri  beggja fyrirtækjanna felast  í  fjölbreyttri  sérhæfingu og reynslu starfsmanna.

Sjöfn Sigurgísladóttir veitir báðum fyrirtækjunum forstöðu.  Sjöfn er með doktorspróf í matvælafræði. Sjöfn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Ocean Ecopark hjá Bluerise AG í Hollandi, forstjóri Matis ohf, Matorku ehf og sem forstöðumaður matvælasviðs Hollustuvernd ríkisins.

KeyNatura
KeyNatura er þróttmikið líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun þörunga fyrir fæðubóta- og lyfjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2014 og framleiðir efnið Astaxanthin, sem er náttúrulegt andoxunarefni framleitt úr þörungum.  Fyrirtækið býður neytendum hágæða vörur sem styrkja heilsu og eru fyrstu vörurnar nýlega komnar á markað, t.a.m varan AstaOmega.  Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Astaxanthin er þekkt fyrir jákvæð áhrif á húð, hjarta- og æðakerfi, þrek og endurheimtorku eftir álag.