News about us

Fréttir

06.06.2018

Minister of Tourism, Industry & Innovation visited SagaNatura IS

The Icelandic Minister of Tourism, Industry and Innovation , Ms. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir , came to visit SagaNatura and was introduced to how we harvest our organic A. angelica plant and also learned about the micro algae process and how we are utilizing our new technology to achieve...
21.12.2017

Tvær bragðgóðar nýjungar

Við fögnum bragðgóðri viðbót við Voxis fjölskylduna á leiðnni á næsta sölustað. Voxis hálsmixtúra með hvönn og lakkrísbragði annars vegar og Voxis hálsmixtúra með hvönn og engiferbragði hins vegar. Mjög góðar og mýkjandi í hálsinn. Sæktu styrk í íslenska náttúru.
15.12.2017

Voxis á heimsþingi kvenleiðtoga

Dagana 28. – 30. nóvember var haldið hér á landi heimsþing leiðtogakvenna í stjórnmálum. (Women Political Leaders Global Forum WPL). Það voru í kringum 400 kvenleiðtogar frá samtals 100 löndum sem sóttu þingið. Heimsþingið var stórkostlega vel lukkað og má með sanni segja að upplifun og gleði...
29.11.2017

Umfjöllun um SagaMedica í tímariti Félags eldri borgara

Á dögunum birtist umfjöllun SagaMedica og vörur þess í tímariti félags eldri borgara. Sjá hér fyrir neðan:
06.11.2017

20% afsláttur í Fjarðarkaupum

Nú eru allar vörur frá SagaMedica með 20% afslætti í Fjarðarkaupum. Tilboðið gildir út nóvembermánuð. Sæktu kraft í íslenska náttúru!
31.10.2017

SagaMedica þátttakandi í viðburði á vegum íslenska sendiráðsins í Danmörku

SagaMedica var eitt af sjö íslenskum fyrirtækjum sem kynntu vörur sínar fyrir dönskum fjárfestum, söluaðilum og öðrum mögulegum samstarfsaðilum á viðburði sem íslenska sendiráðið í Danmörku stóð fyrir sl. miðvikudag í samvinnu við Íslandsstofu og Viðskiptaklúbb Norðurbryggju. Hér meðfylgjandi er...
21.09.2017

Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura í samstarf.

Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura hafa hafið formlegt samstarf sín á milli. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu náttúruvara úr íslenskum hráefnum til heilsubótar. Ávinningur samstarfsins mun felast í samnýtingu á þverfaglegri þekkingu á sviði rannsókna, framleiðslu og sóknarfærum á...
05.09.2017

Vörukynningar á sölustöðum

SagaMedica verður með vörukynningar í verslunum og apótekum á næstu dögum. Sjá hér fyrir neðan frekari upplýsingar varðandi tímasetningar kynninga og afslætti. Heilsuhúsið 20% afsláttur af SagaVita, SagaPro og SagaMemo 5.september- Lágmúli . kl. 12-14 5. september – Kringlan kl. 16-18 Hagkaup - 20...
16.08.2017

SagaMedica þátttakandi í sýningunni FIT & RUN

SagaMedica er þátttakandi í FIT & RUN sýningunni sem fram fer dagana 17. og 18. ágúst í Laugardalshöll. FIT & RUN sýningin fer fram samhliða skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Sýningin er opin frá kl.15.00 - 20.00, fimmtudaginn 17. ágúst og frá kl. 14.00 - 19.00, föstudaginn...
31.07.2017

Hvannarskurðurinn í Hrísey stendur sem hæst

Þessa dagana er hvannarskurðurinn og uppskerutímabilið hjá SagaMedica í fullum gangi. Hvannarakurinn í Hrísey er engum líkur og skartar sínu fegursta. Alls eru starfandi í kringum 20 einstaklingar við tínsluna og miðar verkinu vel. Allar vörurnar frá SagaMedica eru unnar úr ætihvönn.