Breytingar í stjórn SagaMedica

Breytingar í stjórn SagaMedica

28.04.2016

Aðal­fund­ur Saga­Medica, fór fram þann 19. apríl síðastliðinn og í kjöl­farið tók ný stjórn til starfa.

Mikl­ar áherslu­breyt­ing­ar hafa verið hjá fyr­ir­tæk­inu síðastliðna mánuði þar sem auk­in áhersla verður á vöxt og upp­bygg­ingu dreifi­leiða í sölu og markaðssetn­ingu er­lend­is.

Í stjórn sitja sem fyrr Þórður Magnús­son, stjórn­ar­formaður og fjár­fest­ir ásamt Sig­mundi Guðbjarna­syni, pró­fess­or og ein­um af stofn­end­um fé­lags­ins. Nýir stjórn­ar­meðlim­ir eru þau Björn Aðal­steins­son deild­ar­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Vist­or og fyrr­um for­stöðumaður sölu- og markaðsmá­la Acta­vis í Vest­ur-Evr­ópu, Guðbjörg Edda Eggerts­dótt­ir fyrr­um for­stjóri Acta­vis á Íslandi og Stefán Jök­ull Sveins­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Acta­vis á heimsvísu.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/04/28/breytingar_i_stjorn_sagam...

http://www.vb.is/frettir/ny-stjorn-sagamedica/127300/