Angelica archangelica - Ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar

Angelica archangelica - Ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar

Angelica archangelica - Ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar

 
Ætihvönnin hefur verið nefnd jurt norðursins, því þar þrífst hún best og hefur mesta virkni. Latneska heiti hennar, Angelica archangelica, er tengt sögum af því að á 16. öld hafi erkiengill birst frönskum munki í draumi. Engill þessi benti á jurtina sem lækningu við drepsótt.
 
Hvönnin hefur árhundruðum saman verið talin ein mikilvægasta lækningajurtin af Norður-Evrópubúum. Öll jurtin var notuð til lækninga, hvort heldur laufin, stilkarnir, fræin eða ræturnar.
 
Hér eru nokkur dæmi um kvilla sem hvönnin var talin gagnast við:
  • smit og eitranir
  • slím í öndunarfærum
  • brjósthimnubólga
  • lifrarkvillar
  • meltingartruflanir

 

Útflutningur á miðöldum

 
Hvönnin var mikilvæg útflutningsvara á Íslandi allt frá 9. öld og framundir endurreisnartímabilið. Hún var jafnvel notuð sem gjaldmiðill og verðmæti hennar er augljóst þegar litið er til þess að sérstök viðurlög voru við hvannarstuldi.
 
Í Grágás, elsta lagariti Íslendinga, er kveðið á um viðurlög við stuldi á hvönn úr annars manns landi og víða annars staðar er sérstakra viðurlaga getið. Í Staðarhólsbók varðar það sex aura sekt séu hvannir teknar í annarra garði, en í Konungsbók varðar það þriggja marka útlegð að taka hvannir í óleyfi.